Hálka og glerhálka
Ísing myndast oft á blautum vegum þegar smám saman kólnar. Ísing sem þessi getur líkst blautum vegi, en myndar spegilslétta og nær ósýnilega þekju á yfirborðinu og því getur verið erfitt fyrir ökumenn að átta sig á aðstæðum. Slíkur ís á vegum er oft kallaður glerhálka eða glæra.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur ökumenn til þess að vera vakandi fyrir hálku og við hvaða aðstæður hún myndast helst. Ökumenn ættu að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Hægt er að finna fræðslu um færð og veður, veðurviðvaranir og fleiri upplýsingar þess efnis[1], horfa á myndband um ísingu og hálku[2] sem og hvernig bera má kennsl á hálku[3] á heimasíðu Samgöngustofu.
Frekari upplýsingar um vetrarakstur er að finna á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda[4].
[1] https://vedur.is/ og https://island.is/s/samgongustofa