Nr. máls: 2024-047U016
29.09.2025
Akstur á malarvegum.
Almennur leyfður hámarkshraði á malarvegum er 80 km/klst en þó skal ávallt miða hraða við aðstæður og reynslu af akstri á malarvegi. Mikilvægt er að draga ávallt úr hraða þegar farið er af bundnu slitlagi yfir á malarveg. Viðnám malarvega er minna en á vegum með bundnu slitlagi og hætta er á að missa stjórn á bifreið ef athygli er ekki á veginum og ekið er úr hjólförum í lausamöl nærri vegöxl.