Ástand ökutækja

Umferð
Nr. máls: 2021-005U002
19.09.2022

Örlygshafnarvegur við Látravík

Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og stýrt þeim örugglega um vegi landsins og komist hjá slysum. Viðgerð sem hafði farið fram á hemlabúnaði bifreiðarinnar var ófullnægjandi. Beinir nefndin því til eigenda ökutækja og þeirra sem sjá um viðhald þeirra að ökutæki sem er með ófullnægjandi hemla eða annan mikilvægan stjórnbúnað séu ekki í umferð fyrr en fullnægjandi viðgerð hefur farið fram.

Tengill á skýrslu