Viðvörunarmerki

Umferð
Nr. máls: 2020-072U009
05.05.2021

Viðvörunarmerki boða hættu. Aðgæsla ökumanna vegna viðhalds vega

RNSA beinir því til vegfarenda að sýna aðgæslu og aka hægar þar sem verið er að vinna við vegi. Við vegaframkvæmdir getur skapast ófyrirséð hætta og nauðsynlegt er að gæta sérstaklega að merkingum og viðvörunum fyrir vegfarendur. Sérstakar gætur þarf að hafa gagnvart nýlögðu malbiki. Nýlagt malbik er að öllu jöfnu hálla en malbik sem hefur orðið fyrir veðrun og þar sem umferð hefur verið á vegi í nokkurn tíma. Þetta á sérstaklega við á blautu yfirborði nýlagðs malbiks. Ökuhraði hefur mikil áhrif á umferðaröryggi. Eftir því sem ökuhraðinn er meiri aukast líkur á slysum og alvarlegum afleiðingum. Erfiðara verður fyrir ökumenn að bregðast við óvæntum aðstæðum og forðast hættur.

Rannsókn málsins leiddi í ljós að margir vegfarendur veittu viðvörunarskiltum við vegkaflann ekki eftirtekt. Mikilvægt er að upplýsingagjöf sem þessi skili sér til ökumanna. Vegagerðin hefur kynnt að merkingar verði auknar verulega, fleiri merki og stærri og að ný umferðarmerki verði tekin í notkun ökumönnum til viðvörunar, m.a. um aukna hættu á hálu yfirborði vegar í rigningu.

 

Tengill á skýrslu Skýrsla