Slys eldri ökumanna á gatna- og vegamótum

Umferð
Nr. máls: 2020-073U010
06.12.2021

Slys eldri ökumanna á gatna- og vegamótum

Rannsóknir sýna að umferðarslys eldri ökumanna verða hlutfallslega oftar á gatna- og vegamótum[1] en slys þeirra sem yngri eru. Ástæður þess að eldri ökumenn lenda í slysum við þessar aðstæður eru raktar til ýmissa þátta. Með aldrinum dregur úr viðbragðsflýti og hraðaskynjun og verður því erfiðara að meta og bregðast við óvæntum hættum[2]. Eldri ökumenn virðast einnig þurfa að einbeita sér frekar að staðsetningu sinni á veginum en þeir sem yngri eru og kann það að draga athygli frá öðrum þáttum akstursins1. Þá skerðist sjón og hreyfigeta með aldrinum[3]. Öll þessi atriði auka hættu á mistökum við akstur um vega- og gatnamót. Rannsóknir RNSA benda eindregið til þess að til að fækka megi banaslysum eldri ökumanna í umferðinni þurfi að leggja áherslu á umfjöllun um þennan flokk slysa. Veikindi og lyfjanotkun ökumanna hafa stundum verið orsakaþáttur þessara slysa auk annarra atvika. Eldri ökumenn geta vegið upp þennan áhættuþátt með því að aka hægar og halda meiri fjarlægð milli ökutækja til þess að auka þann tíma sem þeir hafa til þess að bregðast við.

 

[1] Dukic og Brobert, 2012. „Older drivers visual search behaviour at intersections“ Transport Research Part F 15 (2012) 462 – 470.
[2] Salvia og félagar, 2016. „Effects of Age and Task Load on Drivers, Responce Accuracy and Reaction Time When Responding to Traffic Lights“. Frontiers in Aging Neuroscience, 2016; 8:169.
[3] SWOV, 2010 „The Elderly and Infrastructure“ Fact Sheet, SWOV, Institute for Road Safety Reasearch, Haag, Holland.

Tengill á skýrslu Skýrsla