Akstur á að- og fráreinum

Umferð
Nr. máls: 2020-071U008
20.09.2021

Akstur á að- og fráreinum

Þar sem slysið varð er umferð hröð og umferðarskipulag flókið. Mikilvægt er að ökumaður sé ávallt viðbúinn að bregðast við óvæntri hættu. Afar mikilvægt er að gæta vel að umferð annarra ökutækja þegar ekið er um fjölakreinavegi, sérstaklega þegar skipt er um akrein eða ekið fram úr umferð á annarri akrein. Mikill hraðamunur ökutækja á fjölakreinavegum, meðal annars við að- og fráreinar, gerir ökumönnum erfiðara að bregðast við ef óvænt hætta skapast eins og þetta slys sýnir.

Tengill á skýrslu