Tillögur í öryggisátt Síða 2

23030S016 Harpa RE Farþegaskip

Siglingar
Nr. máls: 23030S016
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Innviðaráðuneytisins að sett verði reglugerð sem kveði á um skip sem stunda farþegaflutninga séu útbúin neyslutanki (daghylki)  þannig staðsettan að eldsneyti sé sjálfrennandi að dælum og síum.

Afgreiðsla

Frestur til svara 5 ágúst 2024.

Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu.

Siglingar
Nr. máls: 22-020 S 016
Staða máls: Opin
03.10.2022

Tillaga í öryggisátt

Tillaga í öryggisátt:
RNSA beinir því til Samgöngustofu að fært sé inn í skoðunarhandbók hvort skip uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 8.-11. gr. reglugerðar nr. 200/2007 um
ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum.

Afgreiðsla

Indriði Kristins

Siglingar
Nr. máls: 20-104 S 070
Staða máls: Opin
17.05.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.

Afgreiðsla

Blíða

Siglingar
Nr. máls: 19-090 S 059
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem ekki hafa verið notaðar réttar upplýsingar um örugga siglingu á þessu svæði þrátt fyrir að þær væru til. Nefndin telur því ástæðu til gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (1) og ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála (2):

 1. Að við reglulega búnaðarskoðun verði skoðað sérstaklega hvort sjókort og siglingaforrit séu lögleg og leiðrétt.
 2. Að sett verði sérstök viðurlög ef slys og/eða önnur atvik sem rekja má til þess að sjókort og siglingaforrit séu ekki lögleg og leiðrétt.

Afgreiðsla

Svör frá framkvæmdaraðilum hafa ekki borist en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til skipsstjóra

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:

 1. Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
 2. Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.

Afgreiðsla

Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til hafnaryfirvalda

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Lokuð
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn:

 1. Hafnsögumaður skal afla upplýsinga um viðkomandi skip (djúpristu, lengd, breidd og vindfang) ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum.
 2. Hafnsögumaður skal skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn á brúnni með tilliti til veðuraðstæðna.
 3. Hafnsögumaður skal ekki taka yfir siglingu skips eða stjórntæki nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða.
 4. Hafnsögumaður skal, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra eða annars vakthafandi yfirmanns, sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
 5. Hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun (Bridge Resource Management) líkt og skipstjórum er skylt samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu (STCW) sem Ísland er aðili að.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Reykjaneshafnar:

Lesa hér..

 

Sólberg

Siglingar
Nr. máls: 19-099 S 062
Staða máls: Lokuð
01.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Þar sem útgerðir og áhafnir skipa þeirra virðast almennt ekki framkvæma áhættumat um borð í skipum sínum auk þess sem ekkert sérstakt eftirlit er með slíku telur nefndin tilefni til að gera eftirfarandi tillögur til Samgöngustofu í öryggisátt:

 1. Gert verði sérstakt kynningarátak fyrir útgerðir um gerð og framkvæmd áhættumats samkvæmt reglugerð.
 2. Að skoðunarstofur verði upplýstar um ákvæði reglugerðar nr. 200/2007.
 3. Að fært verði inn í skoðunarskýrslur upplýsingar um úttektir á framkvæmd áhættumats við árlegar skoðanir á skipum.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu barst með eftirfarandi bréfi dagsett 18. október 2019 við drögum frá 30. ágúst 2019.

 

Lesa afgreiðslu Samgöngustofu hér..

Hannes Andrésson

Siglingar
Nr. máls: 18-191 S 132
Staða máls: Lokuð
30.08.2019

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur nauðsynlegt að sett séu inn eftirlitsákvæði um stigabúnað í skoðunarhandbók Samgöngustofu fyrir eftirlitsaðila skipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu má lesa hér:

 

Lesa afgreiðslu..

Naustvík

Siglingar
Nr. máls: 18-162 S 108
Staða máls: Lokuð
08.04.2019

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til við ráðuneyti samgöngumála að regluverk um smíði, breytingar og eftirlit með trefjaplastbátum verði endurskoðað.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins:

Lesa hér:

 

Egill

Siglingar
Nr. máls: 17-135 S 103
Staða máls: Lokuð
01.02.2019

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til að Mannvirkjastofnun geri sérstakar verklagsreglur um aðkomu og framkvæmd slökkviliða á slökkvistörfum við eldsvoða í skipum ásamt faglegu mati á því hvernig til tókst.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Mannvirkjastofnunar:

Lesa hér...