Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu í tengslum við rannsókn á alvarlegu flugatviki er varð þegar flugvél TF-WIN (Airbus 321) var snúið við til Keflavíkurflugvallar þann 1. nóvember 2018 eftir að olíuþrýstingur féll á hreyfli. Skýrslan er skrifuð á ensku, þar sem að nokkrir aðilar máls eru ekki íslenskir. Skýrsluna má finna hér.