Eftirlit með þrýstigeymum
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir þeirri tillögu til Samgöngustofu að yfirfara skoðunarhandbók ökutækja og verklag á skoðunarstofum við skoðun á þrýstigeymum ökutækja. Jafnframt að upplýsa eigendur slíkra ökutækja um þessa hættu.
Að mati RNSA er hér um að ræða mikilvæga öryggisráðstöfun því ekki er hægt að útiloka að í umferð séu bifreiðar með þrýstigeyma sem eru orðnir tærðir þannig að hætta sé á samskonar sprengingu. Af þeim sökum er mikilvægt að yfirfara reglulega eldsneytiskerfi allra bifreiða sem búnar eru þrýstigeymum og skipta um búnað sem er úr sér genginn.
Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru 2.267 ökutæki í umferð sem skráð eru með metan sem orkugjafa í ökutækjaskrá. Að mati RNSA er mikilvægt, að allir eigendur ökutækja sem búin eru metanþrýstigeymum verði upplýstir um þessa hættu.
Afgreiðsla
Samgöngustofa hefur þegar brugðist við tillögu RNSA og sent út öryggistilkynningu til skoðunarstöðva og haldið fund með þeim til að fara yfir málið. Þá hefur Samgöngustofa sett frétt sama efnis á heimasíðu SGS og deilt henni sem fréttatilkynningu til fréttamiðla.