Gámaslys á Vesturlandsvegi

Gámaslys á Vesturlandsvegi

Vörubifreið var ekið suður Vesturlandsveg í Kollafirði á sama tíma og gámaflutningabifreið með tengivagni var ekið úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bifreiðarnar mættust féll gámur af tengivagninum í veg fyrir vörubifreiðina. Ökumaður vörubifreiðarinnar hlaut alvarlega áverka við áreksturinn. Tengivagninn sveiflaðist til aftan í gámabifreiðinni og rakst á fólksbifreið sem ekið var á eftir vörubifreiðinni. Ökumaður hennar hlaut einnig alvarlega áverka.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Reglugerð um frágang farms Gámafestingar Frágangur farms
Tilmæli/Ábendingar:
Gámaslys á Vesturlandsvegi 10.01.2020
Umferðarsvið