Skylda atvinnurekenda, öryggi á vinnustöðum

Umferð
Nr. máls: 2022-009U002
20.03.2023

Suðurlandsvegur austan Brunnár

Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er öflugt verkfæri til þess að auka öryggi á vinnustöðum. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki að yfirfara öryggismál með markvissum hætti og gera áhættumat. Öllum atvinnurekendum ber skylda að sjá til þess að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, án tillits til stærðar vinnustaðarins. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um hvernig hægt er að bera sig að við slíka vinnu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur alla atvinnurekendur til þess að vinna öryggis- og heilbrigðisáætlun og yfirfara öryggismál sín reglulega.

Tengill á skýrslu