Sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfarendum

Umferð
Nr. máls: 2021-011U014
14.11.2022

27. gr umferðarlaga

Í 27. gr. umferðarlaga kemur fram að við gönguþverun þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum skal ökumaður bíða eftir gangandi vegfaranda sem er á gangbrautinni á leið yfir akbrautina þótt umferð sé að öðru leyti heimil í akstursstefnu ökumannsins. Ef gönguþverunin er við gatnamót og ökumaður kemur að henni úr beygju á gatnamótunum skal hann aka hægt og bíða meðan gangandi vegfarandi sem er á þveruninni eða á leið út á hana kemst fram hjá.

Mikilvægt er að ökumenn og aðrir vegfarendur sem um gatnamót fara sýni sérstaka aðgæslu og séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur ökumenn til þess að haga akstri sínum ávallt með aðgæslu í huga, stunda svokallaðan varnarakstur. Í því felst að ökumenn séu ávallt viðbúnir að bregðast við hættu í umferðinni, reyni að sjá fyrir mistök annarra vegfarenda og gæti vel að ökuhraða. Við gatnamót, líkt og hér er fjallað um, þarf að fara mjög hægt, og jafnvel stöðva ökutæki, til þess að vera viss um að ekki séu gangandi vegfarendur á gangbraut sem eru á akstursleið ökutækja.

Tengill á skýrslu