Seljaskógar Engjasel (1)

Umferð
Nr. máls: 2021-006U003
29.10.2021

Útbúnaður reiðhjóla fyrir vetrarnotkun

Fyrir vetrarnotkun reiðhjóla er nauðsynlegt að gæta þess að hjólið sé í góðu lagi og vel útbúið fyrir dimmu, snjó og hálku. Yfir vetrartíma má búast við hálku víða. Við þær aðstæður geta nagladekk skipt sköpum. Góð ljós eru nauðsynleg því erfitt getur verið að greina hindranir í myrkri. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur reiðhjólamenn til þess að útbúa reiðhjól sín sérstaklega vel fyrir vetrarnotkun. Hjóla á góðum nagladekkjum, gæta sérstaklega að sýnileika með góðum ljósum og vera í sýnileikafatnaði.