Nr. 22-022 S 018 Víkingur AK 100

Nr. 22-022 S 018 Víkingur AK 100

Skipverji fer fyrir borð

Nefndarálit:

Nefndin ályktar ekki í málinu en telur engan vafa leika á því að björgunarsvestið, búið neyðarsendi, skipti sköpum um það hversu vel tókst til við björgun skipverjans.

Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu/Innviðaráðuneytis:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu/ráðuneytis að sett sé í reglugerð ákvæði um að þeir sem sinna störfum á þilfari og á þeim stöðum í skipi þar sem  hætta er á að menn geti fallið útbyrðis séu ávallt búnir uppblásanlegu björgunarvesti með neyðarsendi.

Skýrsla 20.03.2022
Siglingasvið