Norðurlandsvegur 29.06.2017

Norðurlandsvegur 29.06.2017

Seinni part dags þann 29. júní 2017 var Nissan bifreið ekið yfir á rangan vegarhelming á Norðurlandsvegi í Öxnadal og lenti framan á Suzuki bifreið sem ekið var á móti.
Vegurinn var með nýlögðu bundnu slitlagi og var ekki búið að mála miðlínur þegar slysið átti sér stað.

Ökumaður Nissan bifreiðarinnar lést í kjölfar slyssins en farþegi í Nissan bifreiðinni og ökumaður Suzuki bifreiðarinnar slösuðust ekki alvarlega.

Skýrsla 29.06.2017
Umferðarsvið