Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á alvarlegu umferðaratviki sem varð við þjónustustöð Olís við Álfheima í Reykjavík.  Sprenging varð í þrýstigeymi tvíorkubifreiðar þegar ökumaður hennar var að fylla á hann metaneldsneyti. Sprengingin var öflug. Kastaðist ökumaðurinn frá bifreiðinni, tvö önnur ökutæki skemmdust einnig og tveir aðilar hlutu áverka. Skýrslu nefndarinnar má finna hér:  Olís við Álfheima.