Þann 17. júlí 2023 var Fiat Weinsberg fólksbifreið ekið suðaustur Snæfellsnesveg skammt norðan við Hítará. Á sama tíma var Nissan X-Trail fólksbifreið ekið úr gagnstæðri átt norðvestur Snæfellsnesveg. Nissan bifreiðinni var ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á Fiat bifreiðina í hörðum árekstri. Farþegi í aftursæti Fiat bifreiðarinnar lést í slysinu. Skýrsluna má finna hér: Snæfellsnesvegur norðan Hítarár.