Leita
Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu.
Tillaga í öryggisátt
Tillaga í öryggisátt:
RNSA beinir því til Samgöngustofu að fært sé inn í skoðunarhandbók hvort skip uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 8.-11. gr. reglugerðar nr. 200/2007 um
ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum.
Afgreiðsla
Síðan tillagan barst hefur verið unnið að verklagi innan Samgöngustofu til að mæta
ofangreindri tillögu.
Því hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi ráðstafanir:
• Eftirlit með kröfum samkvæmt 8. - 11. gr. reglugerðar nr. 200/2007 verður tekið upp
sem skoðunarþáttur frá og með 1. janúar 2026
• Næstu tvö ár þar á eftir verður gefin dæming 1 sé hættumat ekki til staðar um borð
• Frá og með 1. janúar 2028 verður gefin dæming 2 hafi það ekki verið leiðrétt. Þá
hefur viðkomandi 3 mánuði til að koma með úrbætur
• Útbúið verður eyðublað í skoðunarhandbók samkvæmt fyrirmynd og tillögu
Slysavarnaskóla sjómanna, til notkunar i þeim bátum sem hafa ekki
öryggisstjórnunarkerfi eða viðeigandi hættumat til staðar
• Fyrir báta undir 15 metrum verður uppsetning og virkni öryggisstjórnunarkerfisins
„Agga“ í farsíma og-/eða tölvu forsvarsmanns ígildi hættumats. Sá hugbúnaður er
fáanlegur án endurgjalds og kostaður af Samgöngustofu/Siglingaráði.
Samgöngustofa þakkar Rannsóknarnefnd Samgönguslysa ábendingar og samvinnu við
ofangreindar breytingar