Indriði Kristins
Tillaga í öryggisátt
RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.
Afgreiðsla
Samgöngustofa biðst velvirðingar á drætti á viðbrögðum stofnunarinnar við tillögunni i téðri skýrslu.
Stofnunin hefur eða mun bregðast við tillögunni með tvíþbættum hætti.
í fyrsta lagi hefur stofnunin haft samband við tvær bátasmiðjur hér á landi, sem eru starfandi. Samkvæmt upplýsingum frá heim er efnið að finna i flestum bátum sem smíðaðir hafa verið undanfarin ár og má því ætla að það sé tiltölulega útbreytt i íslenskum trefjaplastbátum.
Í öðru lagi mun Samgöngustofa vekja athygli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á úreltum viðmiöum V- 14, 3.1 i smiðareglum báta undir 15 metrum, sbr. reglur um smiði og búnað báta mestu lengd allt að 15 metrum, nr. 592/1994 með árðnum breytingum. Í greininni er miðað við að einangrun í bátum, hvort sem er bruna-, hita- eða hljóðeinangrun, Skuli hafa minnst ildisstuðulinn 21. Samkvæmt IDVI' viðmiði skal efni ekki geta myndað sjálfbæran bruna við 21% hlutfall súrefnis i lofti við 25 gráðu hita á celsius. Þetta viðmið er tiltölulega lágt Sé miðað við vélarúm þar sem hitastig geti auðveldlega farið yfir það við eðlilegar aðstæður. Séu óeðlilegar aðstæður getur hitinn i rýminu vel farið yfir það. Samgöngustofa telur hetta viðmið vera of lágt enda er almennt um 21 % hlutfall súrefnis í andrúmslofti. Þá telur stofnunin eðlilegra að brunaþéttleiki efna Sé sannreyndur með vísan til alþjóðlegra staðla eða viðurkenninga frekar en ildisstuuðuls sem ekki liggi alltaf fyrir um efni sem setja á um borð í skip.
Ástæða þess að Samgöngustofa beinir erindinu að þessu leyti til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er að i ráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun reglna nr. 592/1994 með áorðnum breytingum.