Á fundi nefndarinnar nr. 39 þann 24. maí 2019 var ákveðið að hætta að skrá vélarvana báta sem mál heldur aðeins að lista þá niður og birta síðan árlega einungis fjölda atvika. Eins og lesendur okkar hafa séð þá eru s.l. 12 ár verið að meðaltali 45 bátar vélarvana og dregnir í land á hverju ári af ýmsum ástæðum, flestir voru þeir 66 árið 2013. Við munum að sjálfsögðu reyna að fylgjast með ef sérstök atvik koma upp sem vert er skoða og draga lærdóm af. Við hvetjum því útgerðar- og skipstjórnarmenn að tilkynna atvik til okkar sem að þeirra mati eru þess eðlis að rétt sé að rannsaka þau.

Þessi atvik hafa að stórum hluta verið tengd strandveiðiflotanum og vegna þess hefur Samgöngustofa gert aðgengilegan á vef sínum „GÁTLISTI FYRIR STRANDVEIÐAR“ sem við hvetjum sjófarendur til að skoða og tileinka sér. Gátlistinn tekur fyrir búnað bátsins, fjarskipti, neyðar- og björgunarbúnað og önnur atriði sem mikilvægt er að skoða fyrir brottför.

 

Skoða gátlista..