Fundur nr. 29 hjá RNSA sjóslys var haldinn þann 27. nóvember 2017.  Næsti fundur er áætlaður 29. janúar n.k

Mættir nefndarmenn voru Geirþrúður Alfreðsdóttir, Hilmar Snorrason,Ingi Tryggvason og Hjörtur Emilsson. Á fundinum voru starfsmenn nefndarinnar, Jón A Ingólfsson rannsóknarstjóri og Einar Ingi Einarsson rannsakandi.

Á dagskrá fundarins voru alls 34 mál til umræðu og/eða afgreiðslu.  Í töflu I eru þau mál (23) sem voru lokaafgreidd á fundinum.  Í töflu II eru mál (6) sem voru afgreidd sem drög og hafa verið send út til aðila þeirra til umsagnar. Fimm málum var frestað til næsta fundar vegna frekari vinnslu.  Hægt er að nálgast allar lokaskýrslur með nefndaráliti hér á vefnum á PDF formi.

 

Lesa fundargerð