Hvalfjarðargöng 5.6.2016

Hvalfjarðargöng 5.6.2016

Þann 5. júní 2016 varð harður árekstur tveggja bifreiða í Hvalfjarðargöngunum um 700 metra fyrir innan syðri munna ganganna. Ökumaður Toyota bifreiðar á suðurleið ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Subaru bifreið á norðurleið. Farþegi í framsæti Subaru bifreiðarinnar lést í slysinu. Ökumenn beggja bifreiða og farþegar í Toyota bifreiðinni slösuðust mikið.

Í skýrslunni beinir nefndin því til veghaldara að kanna með möguleika á að breikka rifflur á milli akstursátta. Jafnframt beinir nefndin því til veghaldara að leita leiða til að auka vitund ökumanna á nauðsyn þess að viðhalda nægilegu bili milli ökutækja í göngunum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Rifflur milli akstursátta Bil milli ökutækja Framúrakstur 05.06.2016
Umferðarsvið