Bil milli ökutækja

Bil milli ökutækja

Umferð
Nr. máls: 2016-054U011
Staða máls: Opin
Farðu í skýrslu 07.06.2018

Tillaga í öryggisátt

Nefndin vekur athygli á að Toyota bifreiðinni var ekið í bílalest þar sem of stutt bil var á milli bifreiða samkvæmt áðurgreindu myndskeiði af slysinu. Stutt bil á milli bifreiða minnkar möguleika ökumanna á að bregðast við ef hætta skapast. Þetta er sérstaklega mikilvægt í veggöngum þar sem gangnaveggir er beggja megin við akbrautina og takmarkaðir möguleikar fyrir ökumenn að víkja til hliðar.

Í Hvalfjarðargöngunum er minnsta leyfilega bil milli ökutækja 50 metrar. Þetta er tilgreint með umferðarmerki áður en ekið er inn í göngin en skiltið er ekki áberandi og óvíst að ökumenn taki eftir því.

Í viðauka með reglugerð um öryggiskröfur fyrir veggöng nr. 992/2007 kemur fram að miklu máli skipti að hraði ökutækja og fjarlægð á milli þeirra sé viðeigandi í veggöngum og skal veita því sérstaka athygli. Í því felst að tilkynna þarf vegfarendum í jarðgöngum um viðeigandi hraða og fjarlægðir og að fullnusturáðstafanir skulu gerðar eftir því sem við á. Vegfarendur sem aka fólksbifreiðum skulu við venjulegar aðstæður að lágmarki halda þeirri fjarlægð frá ökutækinu fyrir framan sem jafngildir þeirri vegalengd sem ökutæki ferðast á tveimur sekúndum. Þegar um er að ræða þungaflutningabíla skal þessi fjarlægð tvöfölduð.

Nefndin beinir því til veghaldara og Samgöngustofu að skoða með hvaða hætti hægt sé að auka vitund ökumanna um nauðsyn þess að viðhalda nægilegu bili á milli ökutækja í göngunum.

Nefndin beinir því einnig til veghaldara og Samgöngustofu hvort skoða þurfi sérstaklega bil milli þungaflutningabíla og annara ökutækja sbr. viðmið um 4 sekúndur í viðaukanum.

Afgreiðsla