Mikilvægi góðs ljósabúnaðar á hjólum almennt, öryggi og sýnileiki

Umferð
Nr. máls: 2021-112U015
22.06.2023

Hjólandi vegfarandi þarf að vera vel sýnilegur. Mikilvægt er að vera með viðurkennd og góð ljós, hvítt að framan og rautt að aftan. Skylt er að vera með ljós þegar skyggja tekur og gæta þarf þess að þau séu rétt stillt. Endurskin á að vera á hjólinu, bæði að framan og aftan, á fótstigum og í teinum þegar það á við. Einnig skal hjólreiðamaður vera með bjöllu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við. Endurskinsvesti eða föt í áberandi litum auka sýnileika. Bremsur á hjólum eru mjög mikilvægar og ber að athuga ástand þeirra reglulega. Jafnframt dekk, drif og annan búnað og vera þess fullviss að hann sé í lagi.

Tengill á skýrslu