Ábendingar

Leita að ábendingar

Ólafsfjarðarv. Freyjulundur

Umferð
Nr. máls: 2018-108U018
17.01.2020

Ökuhæfi og veikindi

Veikindi og lyfjanotkun vegna þeirra geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki eða vinna störf sem þarfnast fullrar einbeitingar. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu. Jafnframt er mikilvægt að einstaklingar hafi sjálfir í huga þessar aukaverkanir lyfja og fylgi leiðbeiningum lækna og fylgiseðla af nákvæmni.

Í III. viðauka reglugerðar um ökuskírteini nr. 830/2011 eru gerðar strangari heilbrigðiskröfur til m.a. ökumanna sem aka vöru- og hópbifreiðum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn, sérstaklega þeir sem aka bifreiðum sem krefjast aukinna ökuréttinda, hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni.

Ólafsfjarðarv. Freyjulundur (1)

Umferð
Nr. máls: 2018-108U018
17.01.2020

Notkun öryggisbelta

Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist fram á stýrið í slysinu. Nefndin telur mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbeltið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.

Ólafsfjarðarv. Freyjulundur (2)

Umferð
Nr. máls: 2018-108U018
17.01.2020

Áfengis- og lyfjamælingar í alvarlegum slysum

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir athugasemd við að ekki var framkvæmd lyfjamæling á ökumanni bifreiðarinnar. Nefndin hefur áður bent á nauðsyn þess að útiloka þann þátt í rannsóknum allra alvarlegra umferðarslysa.

Vesturlandsvegur við Hvamm

Umferð
Nr. máls: 2018-003U001
13.11.2019

Notkun slævandi lyfja og akstur

Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki eða vinna störf sem þarfnast fullrar einbeitingar. Læknar verða að upplýsa sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu. Jafnframt er mikilvægt að einstaklingar hafi sjálfir í huga þessar verkanir eða aukaverkanir lyfja. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Mikilvægt er að lesa fygliseðil lyfja vel, og ef þörf er á getur verið gott að nálgast frekari upplýsingar hjá læki eða lyfjafræðingi.

Skýrsla

Akstur við vetraraðstæður

Umferð
Nr. máls: 2017-002U001
23.09.2019

Akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geta breyst skyndilega og því er nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt er að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Ástand ökutækja

Umferð
Nr. máls: 2017-002U001
23.09.2019

Reglulega er sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi voru í bágbornu ástandi. Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri.

Skýrsla

Þungur farangur

Umferð
Nr. máls: 2017-002U001
23.09.2019

Í þessu slysi gáfu læsingar fyrir aftursætisbök sig þegar þungur farangur í farangursrými kastaðist fram á bökin og sætisbak farþegasætis fram í bognaði fram. Sennilegt er að áverkar farþegans hefðu ekki orðið jafn alvarlegir og raunin varð ef sætisbakið hefði ekki bognað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður rannsakað umferðarslys þar sem þungur farangur olli skaða og bendir nefndin á þá hættu sem stafað getur af þungum farangri í farangursrými fólksbifreiða. Ef til áreksturs kemur getur farangurinn kastast fram af miklu afli og valdið ökumönnum og farþegum skaða. Mikilvægt er að nota búnað til að binda niður farangur — bönd eða net sem eru sérhönnuð fyrir farangursrými fólksbifreiða.

Skýrsla

Breytingar ökutækja

Umferð
Nr. máls: 2018086U015
23.09.2019

Mikilvægt er að hafa öryggi í öndvegi þegar breytingar eru gerðar á ökutækjum. Gæta þarf vel að því að allar breytingar fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru í reglugerðum þannig að breytingarnar skerði ekki öryggi ökutækisins. Nefndin beinir því til umboðsaðila Toyota á Íslandi og annarra sem selja breytt ökutæki að huga vel að öryggismálum við breytingar. Ábendingin verður einnig send til Bílgreinasambandsins.

Tengill á skýrslu

Aðgæsla við framúrakstur

Umferð
Nr. máls: 2018086U015
23.09.2019

Brýnt er að ökumenn sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur. Í umferðarlögum (nr.50/1987 með síðari breytingum) er kveðið á um að ökumaður, sem ætlar fram úr ökutæki, skuli ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu, að akrein sú sem nota á til framúraksturs sé án umferðar á móti á nægilega löngum kafla og að ekki sé annað er hindri framúrakstur. Þá er óheimilt að hefja framúrakstur þegar vegsýn er skert vegna hæðar eða beygju á vegi.

Tengill á skýrslu

Aðgreining akstursátta

Umferð
Nr. máls: 2018-086U015
23.09.2019

Umferð um Vesturlandsveg á þessum stað er mikil, að meðaltali um 10 þúsund ökutæki á sólahring. Að mati nefndarinnar er afar brýnt að aðgreina akstursáttir á vegum þar sem umferð er mikil til að fyrirbyggja framanákeyrslur. Í samgönguáætlun 2019–2033 er gert ráð fyrir að framkvæmdir við aðgreiningu akstursátta á Vesturlandsvegi hefjist árið 2019 og ljúki árið 2022. Nefndin hvetur stjórnvöld til að flýta framkvæmdum.

Tengill á skýrslu