Akstur á gangstéttum, hjóla- og göngustígum

Umferð
Nr. máls: 2021-112U015
22.06.2023

Hætta er á að þeir ökumenn sem heimilt er að aka á hjólastígum horfi ekki langt fram fyrir sig við aksturinn, enda mikilvægt að fylgjast vel með yfirborðinu sem hjólað er á. Þetta á sérstaklega við akstur á rafhlaupahjólum því hjólbarðar þeirra eru litlir og stöðugleiki hjólanna minni en reið- og bifhjóla. Einnig er mikilvægt að ökumenn átti sig á mikilvægi þess að fara hægar þegar myrkur er og fari nægilega hægt til að möguleiki sé á að fylgjast með svæði framundan sem er lengra frá en 10 metrar. Í aðstæðum þar sem birta er lítil sjást aðrir vegfarendur og aðskotahlutir á stíg síður og mikilvægt er að hafa tíma til þess að bregðast við óvæntri hættu. Ljósabúnaður vegfarenda er einnig misjafn. Sumir notast við ljós sem lýsa skært og geta blindað þá sem á móti koma. Aukinn hraði eykur líkur á alvarlegum áverkum ef slys verða.

Tengill á skýrslu