Áhrif birtu og myrkurs á augu

Umferð
Nr. máls: 2021-112U015
22.06.2023

Þegar ökutæki mætast, í myrkri og lítið upplýstu umhverfi, er sennilegt að framljós ökutækja geti lýst í stuttan tíma, skyndilega og bjart, í augu ökumanna þegar þeir mætast. Augun þurfa tíma til þess að aðlagast þegar birta breytist skyndilega. Hæfni augna til aðlögunar að myrkri versnar með aldrinum, aðlögunartími eykst um tæpar þrjár mínútur með hverjum áratug frá tvítugsaldri. Erfiðara verður því að sjá í lítilli birtu eftir því sem aldurinn færist yfir. Akstur er í meginatriðum sjónrænt verkefni og rannsóknir benda til þess að orsakir umferðarslysa við akstur í myrkri verði hlutfallslega oftar raktar til neikvæðrar breytingar á sjónrænni frammistöðu en við akstur í birtu.

Tengill á skýrslu