Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016 (2)

Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016 (2)

Umferð
Nr. máls: 2016-056U012
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 20.11.2017

Tillaga í öryggisátt

Skoðunarhandbók
Umræddur vagn hafði verið tekinn til skoðunar á skoðunarstöð 12 dögum fyrir slysið. Hlaut hann athugasemdir við alls 8 atriði, þar af 3 við ástand hemla. Að mati nefndarinnar er ekki ásættanlegt að ökutæki, og þá sérstaklega þung ökutæki, séu á vegum landsins með margvíslegar bilanir á öryggisbúnaði sínum.

Að mati RNSA ætti að setja mörk á fjölda atriða sem sett er út á án þess að fá akstursbann. Beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins.

Nefndin telur einnig að rétt sé að skrá hemlun og hemlunargetu (skoðunaratriði nr. 884 og 886) við aðalskoðun ökutækja á skoðunarvottorð líkt og gert er við mengunarmælingar. Beinir nefndin þeirri tillögu einnig til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins.

Afgreiðsla

Í bréfi dags. 16. maí 2018 frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið tekur undir tillögu nefndarinnar og hefur beint því til Samgöngustofu að taka tillöguna til skoðunar og mögulegar útfærslur í samráði við hagsmunaaðila.