Suðurlandsvegur Hólá

Suðurlandsvegur Hólá

Umferð
Nr. máls: 2015-177U023
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 06.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Útrýming einbreiðra brúa á helstu vegum

Margar einbreiðar brýr má finna á íslenska þjóðvegakerfinu. Einbreiðar brýr skapa ávallt hættu, sérstaklega á vegum þar sem hraði er mikill. Einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins hefur fækkað verulega á undanförnum áratugum en því miður eru nú alls 698 einbreiðar brýr lengri en 4 metrar á þjóðvegum landsins. Þar af eru nokkrir tugir á hringveginum og er meðalaldur þeirra um 50 ár. Í samgönguáætlun 2011 – 2022 er sett það markmið að útrýma einbreiðum brúm á vegum með meðaltalsumferð á dag yfir 200 (ÁDU).

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til innanríkisráðherra að hann beiti sér sérstaklega fyrir því að nægu fé verði veitt til þess að ná markmiðum samgönguáætlunar.

Afgreiðsla

Í svarbréfi Innanríkisráðuneytisins dagsett 22. nóvember 2016 kemur fram að Alþingi hafi samþykkt þann 12. október 2016 tillögu Innanríkisráðherra um aukið fé til breikkunar brúa í samgönguáætlun. Samkvæmt henni mun 1.600 milljónum kr. verða veitt á árunum 2017 og 2018 til þessa verkefnis.