Suðurlandsvegur við Höfðabrekku

Suðurlandsvegur við Höfðabrekku

Toyota Yaris bifreið ekið vestur Suðurlandsveg að Höfðabrekku.
Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu.


Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum.
Að sögn björgunaraðila, sem kallaðir voru til vegna slyssins, var mjög hvasst þegar þeir komu á vettvang.


Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést
af völdum áverka sem hann hlaut.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Úttekt á þjóðveginum skammt frá Höfðabrekku 04.04.2018
Umferðarsvið