Hámarkshraði og vegakerfið

Umferð
Nr. máls: 2022-043U006
24.11.2023

Í áherslum Umferðaröryggisáætlunar 2020 til 2034 er m.a. komið inn á lækkun á leyfilegum hámarkshraða á þjóðvegum svo unnt sé að ná markmiðum stjórnvalda um fækkun slysa. Reglur um hámarkshraða á vegum á Íslandi taka ekki tillit til vegflokka eða vegtegunda heldur tegunda slitlags og þéttbýlismarka en XVI. kafli umferðarlaga gefur veghöldurum tækifæri til aðlögunar hámarkshraða. Í umferðaröryggisáætluninni er einnig lögð áhersla á að vegir, og umhverfi þeirra, verði gerðir öruggari þannig að mannleg mistök í umferðinni leiði síður til alvarlegra slysa. Samanburður á hámarkshraða utan þéttbýlis á Norðurlöndum sýnir að Ísland sker sig úr með hærri mörk hvað þetta varðar. Rannsóknir á tíðni slysa þar sem rifflur eru á vegum hafa sýnt jákvæðar niðurstöður um fækkun slysa og að aðgreining á akstursstefnum er einnig mikilvæg framkvæmd til að bæta umferðaröryggi þjóðvega án aðgreiningar með mikilli umferð í báðar áttir.

Tengill á skýrslu