Viðbrögð ökumanns

Umferð
Nr. máls: 2021-005U002
07.06.2022

Viðbrögð ökumanns þegar annað hjólið fer út fyrir bundið slitlag

Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar reglulega alvarleg umferðarslys þar sem ökumaður  missir stjórn á bifreið við að sveigja inn á veg eftir að hafa ekið út í kannt þannig að hjól fóru út af slitlagi eins og raunin var í þessu slysi. Mikilvægt er að bregðast rólega við, slá af og eða hemla gætilega og sveigja hægt aftur inn á veginn sé það mögulegt. Stundum getur verið betri kostur að stýra bifreiðinni út af veginum þegar aðstæður leyfa og reyna þannig eftir fremsta megni að komast hjá því að bifreiðin velti. Hraði þegar bifreið fer út af vegi, eða byrjar að velta, getur skipt sköpum og því er mikilvægt að draga úr ökuhraða.

Tengill á skýrslu