Reykjanesbraut við Álverið (2)

Umferð
Nr. máls: 2020-001U001
18.03.2021

Skoðun ökutækja

Niðurstaða bíltæknirannsóknar sýndi að hjólbarðar fólksbifreiðarinnar voru ekki eins á báðum ásum. Bifreiðin var tekin til aðalskoðunar rúmlega mánuði fyrir slysið og ekki gerðar athugasemdir við dekkjabúnað þá. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort sömu hjólbarðar hafi verið á bifreiðinni þegar hún var skoðuð.

RNSA ítrekar nauðsyn þess að mikilvægur búnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni og athugasemdir gerðar standist hann ekki kröfur skoðunarhandbókar ökutækja.

Tengill á skýrslu Skýrsla