Ólafsfjarðarv. Freyjulundur

Umferð
Nr. máls: 2018-108U018
17.01.2020

Ökuhæfi og veikindi

Veikindi og lyfjanotkun vegna þeirra geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki eða vinna störf sem þarfnast fullrar einbeitingar. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu. Jafnframt er mikilvægt að einstaklingar hafi sjálfir í huga þessar aukaverkanir lyfja og fylgi leiðbeiningum lækna og fylgiseðla af nákvæmni.

Í III. viðauka reglugerðar um ökuskírteini nr. 830/2011 eru gerðar strangari heilbrigðiskröfur til m.a. ökumanna sem aka vöru- og hópbifreiðum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn, sérstaklega þeir sem aka bifreiðum sem krefjast aukinna ökuréttinda, hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni.