Ólafsfjarðarv. Freyjulundur (1)

Umferð
Nr. máls: 2018-108U018
17.01.2020

Notkun öryggisbelta

Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist fram á stýrið í slysinu. Nefndin telur mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbeltið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.