Of hraður akstur 2019-097U013

Umferð
Nr. máls: 2019-097U013
20.01.2021

Of hraður akstur

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur oft áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa. Bendir nefndin sérstaklega á 2. mgr. 36. gr. umferðarlaga nr. 77 frá 2019 þar sem lögð er sérstök skylda á ökumenn að aka nægilega hægt miðað við aðstæður við blindhæð eða annars staðar þar sem vegsýn er skert.

Þegar ekið er um vegi þar sem eru viðvörunarmerki um fleiri en eina hættu þarf að gæta sérstakrar varúðar. Þetta á sérstaklega við þegar hæðótt landslag birgir sýn og við einbreiðar brýr.

Skýrsla