Borgarfjarðarbraut við Grjóteyri (2)

Umferð
Nr. máls: 2019-135U016
17.09.2020

Ástand hjólbarða, viðnám á vegi

Hjólbarðar gegna mikilvægu hlutverki og þurfa að uppfylla kröfur, sem kveðið er á um í lögum og reglum, sem og í leiðbeiningum framleiðenda. Mikilvægt er að hjólbarðar ökutækja séu í góðu lagi, því gæði þeirra og ástand skipta miklu máli fyrir aksturseiginleika bifreiða. Kraftar myndast á snertifleti hjólbarðanna við veginn þegar hraðinn er aukinn, þegar hemlað er og þegar ökutækjum er ekið í beygjum. Þessa krafta þarf vegviðnámið að yfirvinna. Lélegir hjólbarðar geta valdið því að bifreið verður óstöðug á vegi og auknar líkur verða á að ökumaður missi stjórn á ökutækinu vegna lélegs vegviðnáms. Viðnámið minnkar eftir því sem slit hjólbarðanna er meira. Minna vegviðnám leiðir af sér lengri hemlunarvegalengd og eykur líkur á að bifreið fari í hliðarskrið. Tjara hafði safnast í raufar hjólbarða Nissan bifreiðarinnar. Mikilvægt er að halda hjólbörðum hreinum og þrífa þá ef tjara er farinn að safnast upp á þeim. Uppsöfnuð tjara á hjólbörðum minnkar veggrip.   

Tengill á skýrslu Skýrsla