Aðgæsla við framúrakstur

Umferð
Nr. máls: 2018086U015
23.09.2019

Brýnt er að ökumenn sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur. Í umferðarlögum (nr.50/1987 með síðari breytingum) er kveðið á um að ökumaður, sem ætlar fram úr ökutæki, skuli ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu, að akrein sú sem nota á til framúraksturs sé án umferðar á móti á nægilega löngum kafla og að ekki sé annað er hindri framúrakstur. Þá er óheimilt að hefja framúrakstur þegar vegsýn er skert vegna hæðar eða beygju á vegi.

Tengill á skýrslu