Flugvél talin með í röð inn til lendingar uns lent er

Flugvél talin með í röð inn til lendingar uns lent er

Flug
Nr. máls: 20-055F003
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 15.04.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA leggur til við Isavia ANS, að í þjálfun flugumferðarstjóra með turnréttindi verði farið yfir það að flugvél skal talin með í röð inn til lendingar þangað til að hún er lent (samanber grein 350.2.1.A í MANOPS).

Afgreiðsla

Tillaga RNSA er samhljóma tillögu rannsóknarhóps atvika hjá Isavia ANS og er úrbótum þegar lokið. Farið var yfir þessi atriði í síþjálfun flugumferðarstjóra í flugturnum í október-nóvember 2020.