Flugslys TF-FIA (Boeing 757-200) í lendingu á flugbraut 10 á Keflavíkurflugvelli

Flugslys TF-FIA (Boeing 757-200) í lendingu á flugbraut 10 á Keflavíkurflugvelli

Þann 7. febrúar 2020 var flugvél TF-FIA í áætlunarflugi á vegum Icelandair með 166 manns innanborðs, en í lendingu á flugbraut 10 á Keflavíkurflugvelli gaf hægra aðalhjólastell flugvélarinnar sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út bráðabirgðaskýrslu vegna flugslysins og er ein tillaga í öryggisátt gefin út samhliða. Er tillögunni beint til Icelandair og Cabo Verde Airlines.

Skýrslan er gefin út á ensku, þar sem margir þeir aðilar sem koma að rannsókn málsins eru ekki íslenskir.

 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Inspection of landing gears for undersized parts 07.02.2020
Flugsvið