Flugsvið RNSA gefur ekki í öllum tilfellum út ítarlegar rannsóknarskýrslur vegna rannsókna sinna. Í sumum tilfellum tekur RNSA þá ákvörðun að loka málum með bókun. Er þetta oft gert þegar nefndin sér ekki tilefni til þess að gefa út formlega tillögu í öryggisátt, en þó megi læra af því sem kom upp.

Í bókunum nefndarinnar má oft finna fróðleik um hvað hefur komið upp í flugi á Íslandi á undangengnum misserum og hvað ber að varast. Nánar má fræðast um bókanir á flugsviði hér.