Viðhald yfirborðsmerkinga

Viðhald yfirborðsmerkinga

Umferð
Nr. máls: 2016-003U003
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 18.04.2018

Tillaga í öryggisátt

Þegar slysið átti sér stað voru engar miðlínur eða deililínur sjáanlegar á veginum. Samkvæmt upplýsingum frá veghaldara hefur ekki verið gerð umferðartalning á veginum í grennd við slysstað en þó er ljóst að talsverð umferð er um gatnamótin.

Mikilvægt er fyrir ökumenn að þeir geti auðveldlega áttað sig á legu akreina og leggur nefndin til við veghaldara að yfirfara verklag og viðhald yfirborðsmerkinga á Njarðarbraut.

Afgreiðsla

Veghaldari brást við þessari tillögu sumarið 2018 með því að mála miðlíinur og skerpa á örvamerkingum.