Öxnadalsheiði 24.6.2016

Öxnadalsheiði 24.6.2016

Ökumaður undir slævandi áhrifum lyfja ók alltof hratt og keyrði aftan á fólksbifreið á þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin lenti framan á hópbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að skipaður verði hópur fagaðila á sviði réttarfars og refsivörslu og meðferðar við áfengis- og fíkniefnasýki, sem falið verði að vinna tillögur um ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri 24.06.2016
Umferðarsvið