Nauthólsvegur við Hringbraut 15.2.2015

Nauthólsvegur við Hringbraut 15.2.2015

Ökumaður fólksbifreiðar ók norður Nauthólsveg. Er hann nálgaðist gatnamót Nauthólsvegar og Hringbrautar ók hann  upp á umferðareyju og stöðvaðist þar snögglega á háum kantsteini þar sem hæðarmismunur er á götunni og umferðareyjunni. Ökumaður, 77 ára karlmaður, var fluttur slasaður á bráðamóttöku. Hann notaði ekki bílbelti og kastaðist með bringu fram á stýri bifreiðinnar.  Slysið varð þann 15.2.2015 en ökumaður lést fjórum dögum síðar þann 19.2.2015. Samkvæmt sjúkragögnum átti ökumaður við veruleg heilbrigðisvandamál að stríða. Vegna slyssins gerir RNSA tillögu í öryggisátt er varðar heilbrigði og endurnýjun ökuréttinda.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Nauthólsvegur við Hringbraut 15.febrúar 2015 15.02.2015
Umferðarsvið