Vestdalseyrarvegur

Vestdalseyrarvegur

Umferð
Nr. máls: 2015-U013
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 16.12.2016

Tillaga í öryggisátt

Dæming skoðunaratriða og skyldur umráðamanna ökutækja til lagfæringa

Við rannsókn slyssins á Vestdalseyrarvegi kom í ljós að leki var í höggdeyfum bifreiðarinnar. Athugasemdir höfðu verið gerðar við höggdeyfa bifreiðarinnar í aðalskoðun árin 2011, 2013 og 2014 en það ekki verið lagfært. Þegar gerð er svonefnd Athugasemd 1 við ástand bifreiðar í aðalskoðun er ekki gerð krafa um að komið sé með ökutæki í endurskoðun. Þrátt fyrir það ber eiganda/umráðamanni ökutækis að bæta úr þeim athugasemdum sem gerðar voru við skoðun, innan mánaðar (reglugerð um skoðun ökutækja nr.8/2009)

Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir fyrir eigendum ökutækja að virða niðurstöður aðalskoðunar og tryggja þannig að ökutæki séu í sem bestu ásigkomulagi. Einnig beinir nefndin því til Samgöngustofu að kanna hvort breyta þurfi reglugerð um skoðun ökutækja með það fyrir augum að umráðamenn fái ekki skoðun, ef þeir trassa ítrekað að lagfæra niðurstöður dæmingar 1.

 

Afgreiðsla

Í svarbréfi frá Samgöngustofu sem nefndinni barst 22. mars 2019 er nefndinni tilkynnt að unnið sé að útfærslu til þess að bregðast við því að ökutæki geti komist í gegn um skoðun ár eftir ár með sömu athugasemdina.