Suðurlandsvegur Hunkubakkar

Umferð
Nr. máls: 2017-186U021
15.04.2019

Mikilvægi öryggisbelta

Við rannsókn þessa slyss kom vel í ljós hversu mikilvægt öryggistæki öryggisbelti eru. Þó svo að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 100 km/klst rétt fyrir slysið var hraðinn kominn mikið niður þegar hún valt á hliðina. Meirihluti farþega voru með öryggisbeltið spennt, flestir þeirra hlutu lítil meiðsl. Nokkrir þeirra sem ekki voru spenntir í öryggisbelti köstuðust út og hlutu mikla áverka, tveir létust. 

Í 4. gr. reglugerðar um notkun öryggis- og varnarbúnaðar í ökutækjum nr. 348/2007 kemur fram að farþegar hópbifreiða skulu fá upplýsingar um skyldu til að nota öryggisbelti. Skv. leiðsögumanni voru farþegar áminntir um að spenna öryggisbelti í ferðinni.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um mikilvægi öryggisbelta. Allt of algengt er að einstaklingar hljóti mjög alvarlega áverka sem hefði mátt fyrirbyggja með því að viðkomandi hefði verið með öryggisbeltið spennt.

Tengill á skýrslu Skýrsla