Tillögur í öryggisátt Síða 5

Ronja SH 53

Siglingar
Nr. máls: 002 13
Staða máls: Lokuð
18.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis

Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.

Afgreiðsla

Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.

 

Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...

Sólrún EA 151

Siglingar
Nr. máls: 17-169 S 127
Staða máls: Lokuð
27.04.2018

Tillaga í öryggisátt

Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

Nefndin leggur til að Samgöngustofa gerir úttektir á skoðunarstofum varðandi úttektir þeirra á rafmagnshluta skoðanna.

Afgreiðsla

Farsvið Samgöngustofu (skipaeftirlitsdeild) hefur sett af stað sérstakt átaksverkefni þannig að rafmagnshluti minni báta sé undir sérstöku eftirliti og ástand hans standist allar kröfur í skoðunarhandbók. Hér hér bæði átt við reglubundið eftirlit sem og skyndiskoðandir.