Tillögur í öryggisátt Síða 2

23021S011T02 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to Wilson Ship Management AS to ensure the safe management of its vessels through good communication with BRM vessel management.

Afgreiðsla

23021S011T03 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to the Ministry of infrastructure that the Ministry adopt a regulation in accordance with 1. paragraph. 17. article. law nr. 41/2003, in accordance with 3. article law nr. 86/2023

Afgreiðsla

23021S011T04 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23030S011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to the Icelandic Transport Authority that the Authority updates the Admiralty e-nautical publications viewer stating where local knowledge is needed and providing information on where guides can be found.

Afgreiðsla

Ronja SH 53

Siglingar
Nr. máls: 002 13
Staða máls: Lokuð
18.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis

Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.

Afgreiðsla

Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.

 

Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...

Faxi RE 9

Siglingar
Nr. máls: 013 13
Staða máls: Lokuð
13.12.2013

Tillaga í öryggisátt

Krani brotnar og skipverji slasast

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að settar verði skýrar reglur um reglulegt eftirlit og álagsprófanir á öllum hífibúnaði fiskiskipa.

Afgreiðsla

Siglingasvið Samgöngustofu er með vinnureglu þar sem hífibúnaður um borð í skipum er sérstaklega skoðaður og yfirfarinn.

Þórsnes II SH 109

Siglingar
Nr. máls: 103 13
Staða máls: Lokuð
14.02.2014

Tillaga í öryggisátt

Strandar á Breiðafirði

Nefndin hvetur til að haldið verði áfram með markvissar sjómælingar í Breiðafirði.

Afgreiðsla

Reiknað er með að byrjað verði að mæla Breiðafjörðin sumarið 2017.

 

RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 28. janúar 2017

Dröfn RE 35

Siglingar
Nr. máls: 164 13
Staða máls: Lokuð
06.01.2015

Tillaga í öryggisátt

Fær kræklingalínur í skrúfuna

Nefndin telur nauðsynlegt að fyrirtæki sem fá leyfi til sjóeldis sé gert skylt að kaupa tryggingu sem standi straum af kostnaði við að fjarlægja eldisbúnað úr sjó komi til rekstrarstöðvunar

Afgreiðsla

Breyting til framtíðar:

Matvælastofnun hefur ákveðið að gera að fastri reglu í framtíðinni, þ.e. að krefja alla leyfishafa um tryggingu fyrir kostnaði við að fjarlægja mannvirki.  Beðið er reglugerðar frá ráðuneyti með endanlega útfærslu.

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 034 15
Staða máls: Lokuð
17.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Tók niðri og stýri skemmist
Nefndin telur að með óbreyttu ástandi sé mikil hætta á því að fleiri skip eigi eftir að taka þarna niðri og gerir því eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að gerðar verði nákvæmar dýpismælingar utan Hornafjarðaróss og þeim stöðugt haldið réttum.

Afgreiðsla

Hornafjarðarhöfn bárust tilmæli sem varða þetta mál með framangreindum tillögum.

  1. Af því tilefni skal tekið fram að þegar hefur verið brugðist við tilmælum rannsóknarnefndarinnar.
  2. Dýpismælingar eru gerðar eins reglulega og kostur er, en þó er sá hængur á að veður og sjólag takmarka að hægt sé að halda reglulegri reglu á mælingum yfir árið, en þær eru gerðar eins og kostur er.

 

RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 18. ágúst 2017

Gísli Mó SH 727

Siglingar
Nr. máls: 090 15
Staða máls: Lokuð
29.04.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur og sekkur

Nefndin leggur til að gerð verði krafa um reykskynjara í alla báta óháð því hvort olíukynding eða eldavél sé í þeim.

Afgreiðsla

Samgöngustofa mun taka þetta mál upp við ráðuneytið og hvetja til þess að krafa um reykskynjara verði sett í reglur nr. 592/1994, með um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum.

Brandur

Siglingar
Nr. máls: 124 15
Staða máls: Lokuð
17.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur um borð og dregin til hafnar

Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

Nefndin leggur til að Samgöngustofa beiti sér fyrir endurskoðun á reglum, búnaði og/eða skoðunum er varðar rafmagnsmál um borð í minni bátum.

Afgreiðsla

Reglur nr. 592/1994 um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum, er í sífelldri endurskoðun og þá sértaklega atriði er varða rafmagn ein og í þessu tilfelli.