Fjordvik_Til hafnaryfirvalda

Fjordvik_Til hafnaryfirvalda

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn:

  1. Hafnsögumaður skal afla upplýsinga um viðkomandi skip (djúpristu, lengd, breidd og vindfang) ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum.
  2. Hafnsögumaður skal skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn á brúnni með tilliti til veðuraðstæðna.
  3. Hafnsögumaður skal ekki taka yfir siglingu skips eða stjórntæki nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða.
  4. Hafnsögumaður skal, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra eða annars vakthafandi yfirmanns, sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
  5. Hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun (Bridge Resource Management) líkt og skipstjórum er skylt samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu (STCW) sem Ísland er aðili að.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Reykjaneshafnar:

Lesa hér..