Blíða

Blíða

Siglingar
Nr. máls: 19-090 S 059
Staða máls: Opin
Farðu í skýrslu 05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem ekki hafa verið notaðar réttar upplýsingar um örugga siglingu á þessu svæði þrátt fyrir að þær væru til. Nefndin telur því ástæðu til gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (1) og ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála (2):

  1. Að við reglulega búnaðarskoðun verði skoðað sérstaklega hvort sjókort og siglingaforrit séu lögleg og leiðrétt.
  2. Að sett verði sérstök viðurlög ef slys og/eða önnur atvik sem rekja má til þess að sjókort og siglingaforrit séu ekki lögleg og leiðrétt.

Afgreiðsla

Svör frá framkvæmdaraðilum hafa ekki borist en tímafrestur var til 5. september 2020.